Gunnar ráðinn framkvæmdastjóri Nýs Landspítala

Gunnar Svavarsson er nýr framkvæmdastjóri NLSH.
Gunnar Svavarsson er nýr framkvæmdastjóri NLSH. mbl.is/ Þorkell Þorkelsson

Gunnar Svavarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Nýs Landspítala ohf., hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hlutafélagsins opinbera. Það var Capacent sem annaðist ráðninguna en alls sóttu 12 manns um starfið en þrír drógu umsóknir sínar til baka. Samkvæmt ákvörðun kjararáðs verða heild­ar­laun­ Gunnars 1.221 þúsund krón­ur á mánuði.

Stjórn félagsins ákvað á fundi sínum á fimmtudag að ráða Gunnar Svavarsson sem framkvæmdastjóra félagsins.

Í tilkynningu frá Nýjum Landspítala ohf. kemur fram að Gunnar er vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands. Hann stofnaði og var framkvæmdastjóri Aðalskoðunar hf. um árbil og sat á Alþingi um tveggja ára skeið og var þá meðal annars formaður fjárlaganefndar. Þá starfaði Gunnar í sveitarstjórnarmálum á annan áratug. Undanfarin sjö ár hefur hann verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi og sinnt stjórnar- og rekstrarstörfum m.a. við verkefnið um Nýjan Landspítala auk fjölmargra annarra stjórnunarverkefna fyrir einka- og opinbera aðila. Laun vegna starfsins eru ákvörðuð af kjararáði í samræmi við lög um kjararáð nr. 47/2006.

Aðalfundur Nýs Landspítala ohf. fyrir árið 2015 var haldinn í dag. 

Stjórn félagsins er nú þannig skipuð:
- Dagný Brynjólfsdóttir
- Erling Ásgeirsson, stjórnarformaður
- Hafsteinn S. Hafsteinsson

Frétt mbl.is: Mánaðarlaunin 1.221 þúsund

Stjórn NLSH ohf: Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri, Hafsteinn S. Hafsteinsson, Dagný …
Stjórn NLSH ohf: Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri, Hafsteinn S. Hafsteinsson, Dagný Brynjólfsdóttir og Erling Ásgeirsson, stjórnarformaður. Ljósmynd/ Magnús Heimisson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert