Fyrsta Raspberry Pi smíðuð í grunnskóla hér á landi

Þrír strákar í 10. bekk í Kelduskóla í Grafarvogi smíðuðu á dögunum fyrstu Raspberry Pi-leikjatölvuna sem hefur verið smíðuð í grunnskólum hér á landi eftir því sem næst verður komist. Í tölvunni er hægt að spila leiki úr gömlu leikjatölvunum á borð við Nintendo 64 og er hún vinsælt viðfangsefni tölvuáhugafólks.

Tölvan var smíðuð í tölvuvali sem Rakel G. Magnúsdóttir hafði umsjón með en á meðal þess sem nemendur fengust við og kynntust var: forritun (html, css og c#), vefumsjón (WordPress eða Joomla), Raspberry Pi-tölvan og sýndarveruleiki.

mbl.is hitti þá Alexander Kára, Jónas Frey og Jón Bald í skólanum og kíkti á tölvuna góðu. 

Hér má sjá færslu Wikipedia um Raspberry Pi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert