Milljarðarnir gengu ekki út

Fyrsti vinningur í Eurojackpot, 5,5 milljarðar króna, gekk ekki út að þessu sinni en þrír skiptu með sér öðrum vinning og fá 67 milljónir hver. Miðarnir voru keyptir í Finnlandi, Þýskalandi og á Ítalíu.

Tveir hrepptu þriðja vinning og fá 35 milljónir hvor, en báðir miðarnir voru keyptir í Þýskalandi.

Einn var með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fær viðkomandi 100.000 krónur að launum. Miðinn var seldur í Olís, Borgarnesi.

Tölur kvöldsins í Eurojackpot voru: 29-37-38-47-50 og stjörnutölurnar 2-4.

Jókertölur kvöldsins voru: 3-3-3-1-2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert