Hreyfing á fylgi flokka

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25,3% stuðning.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 25,3% stuðning. mbl.is/Golli

Nokkur hreyfing hefur verið verið á fylgi flokka síðustu misserin. Samkvæmt nýjustu könnun MMR á fylgi stjórnmálaflokka og stuðningi við ríkisstjórnina sem framkvæmd var á tímabilinu 27. júní til 4. júlí 2016 mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins nú 25,3%, borið saman við 21,3% í síðustu könnun, og fylgi Pírata mælist nú 24,3%, borið saman við 27,0% í síðustu könnun (sem lauk 16. júní síðastliðinn). 

Könnunin var framkvæmd dagana 27. júní til 4. júlí 2016 og var heildarfjöldi svarenda 924 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Píratar mælast með 24,3%.
Píratar mælast með 24,3%. mbl.is/Eggert

Fylgi Vinstri-grænna mælist nú 18,0% borið saman við 17,2% í síðustu könnun og 14,9% þar áður og fylgi Samfylkingarinnar mælist nú 10,9% borið saman við 10,4% í síðustu könnun og 7,4% þar áður.

Viðreisn mælist nú með 6,7% fylgi, borið saman við 6,5% í síðustu könnun, og mælist því með sambærilegt fylgi og Framsóknarflokkurinn sem mælist nú með 6,4% fylgi, borið saman við 11,4% í síðustu könnun.

Björt framtíð mælist nú með 2,9% fylgi sem er hið sama og í síðustu könnun og Sturla Jónsson mælist með 2,0% fylgi, borið saman við 1,2% í síðustu könnun.

Fylgi annarra flokka mældist um og undir 1%.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert