86,7% Íslendinga eiga snjallsíma

Allir þeir námsmenn sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust eiga …
Allir þeir námsmenn sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðust eiga snjallsíma. Myndin er úr safni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjöldi Íslendinga sem eiga snjallsíma hefur aukist um tíu prósentustig á sl. 16 mánuðum, ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar MMR. Í maí sl. sögðust 86,7% eiga snjallsíma, samanborið við 76,9% í febrúar 2015.

Mikill munur er á snjallsímaeign eftir þjóðfélagshópum en á meðan allir námsmenn sem tóku afstöðu sögðust eiga snjallsíma, sögðust aðeins 57% bænda og sjómanna eiga slíkt tæki. Þá voru 49 ára og yngri mun líklegri til að eiga snjallsíma en þeir sem eldri voru.

97% þeirra sem voru með milljón eða meira í heimilistekjur á mánuði áttu snjallsíma, en aðeins 77% þeirra sem voru með 400–599 þúsund krónur í heimilistekjur á mánuði.

Nánari upplýsingar um könnunina má finna á heimasíðu MMR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert