Ráðlagt að velja ekki krónur

Íslendingum sem eru á ferð erlendis er ráðlagt að notast ekki við þann valkost að greiða í eigin gjaldmiðli fyrir vörur, þjónustu og við úttekt í hraðbönkum.

Þessi viðskipti nefnast DCC en mjög hefur færst í aukana að fólki sem er á ferð erlendis og notar greiðslukort standi til boða að greiða fyrir vörur og þjónustu í eigin gjaldmiðli.

Á vef Landsbankans segir að mörgum korthöfum þyki þetta þægilegt því með þessu þurfa þeir ekki reikna út hver upphæðin er í íslenskum krónum því hún blasir við á posanum. Engar reglur gilda hins vegar um þóknunargjöld milliliða sem færsluhirðar, t.d. rekstraraðli hraðbanka eða verslun, tekur fyrir þjónustuna. Þannig er tekið dæmi á vef Landsbankans af Íslendingi sem yfirsást að gengið á evru var um tvöfalt hærra en opinber gengisskráning segir til um. Eftir að hann hafði slegið inn pinnið var of seint að hætta við, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert