Nýtt umferðarmet slegið í höfuðborginni

Úr umferðinni í Reykjavík.
Úr umferðinni í Reykjavík. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Bílaumferð á höfuðborgarsvæðinu jókst um 4,2% í nýliðnum júní miðað við sama mánuð í fyrra, en umferð var mæld á þremur mælisniðum Vegagerðarinnar.

Umferð jókst mest um mælisnið á Vesturlandsvegi ofan Ártúnsbrekku, eða um 4,8%. Segir frá þessu á heimasíðu Vegagerðarinnar.

„Nýtt met var slegið í nýliðnum mánuði en aldrei áður hafa jafnmargir bílar farið yfir sniðin þrjú að meðaltali á dag,“ segir þar, en það sem af er ári hefur umferð nú aukist um 6,7% frá áramótum um mælisniðin þrjú á höfuðborgarsvæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert