Leiðin liggur nú til Frakklands

Íslandsmeistaramótið í pétanque, sem er franskt kúluspil og við hæfi …
Íslandsmeistaramótið í pétanque, sem er franskt kúluspil og við hæfi allra aldurshópa, verður háð fyrir austan nú um helgina.

Ætla má að mannfjöldatölur á Fáskrúðsfirði allt að því þrefaldist um helgina, þegar þar verður haldin bæjarhátíðin Franskir dagar í 21. sinn.

Fáskrúðsfirðingar eru í dag um 700 en verði aðsókn á hátíðina nú svipuð því sem verið hefur undanfarin ár má áætla að þegar best lætur verði um 2.000 manns á staðnum nú á laugardaginn.

Margir brottfluttir koma til dæmis heim í gamla þorpið sitt á hátíðina og þá eru á þessum tíma gjarnan haldin þar svonefnd fermingarbarna- og ættarmót. Þá kemur fólk víða af Austurlandi í bæinn af þessu tilefni og hefur gaman af, að því er fram kemur í umfjöllun um bæjarhátíð þessa í Morgunblaðinu í dag.

Sjóliðar með borðalagðar húfur. Áhugi Frakka á tengslum við Fáskrúðsfjörð …
Sjóliðar með borðalagðar húfur. Áhugi Frakka á tengslum við Fáskrúðsfjörð fer vaxandi enda er margt skemmtilegt í þeim pakka. mbl.is/Ómar Óskarsson
Hátíðin á Fáskrúðfirði er föst í sessi og margir koma …
Hátíðin á Fáskrúðfirði er föst í sessi og margir koma um langan veg til þess að sýna sig og sjá aðra, enda er maður manns gaman. Brottfluttir mæta gjarnan við þetta tilefni.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert