Þrautir í þyngingarvesti

Annie Mist þurfti að hætta keppni í þessari grein í …
Annie Mist þurfti að hætta keppni í þessari grein í fyrra. Mynd/Reebok

Keppni er hafin í fyrstu grein dagsins í kvennaflokki á heimsleikunum í crossfit. Greinin heitir „murph“ þar sem keppendur þurfa, klæddir sjö kílóa þyngingarvesti, að hlaupa eina mílu, gera 20 upphífingar, 40 armbeygjur og 60 hnébeygjur. Eftir að ljúka fimm umferðum af þessum æfingum þurfa keppendur að hlaupa eina mílu til viðbótar.

Hér að neðan má fylgjast með beinni útsendingu frá keppninni þar sem þær Ragnheiður Sara, Annie Mist, Katrín Tanja og Þuríður Erla etja kappi. Sama þraut bíður Björgvins Karls og annarra keppenda í karlaflokki klukkan þrjú en strákarnir keppa í ögn þyngra vesti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert