Íslendingar í toppbaráttunni – myndir

Ljósmynd/Berglind Sigmundsdóttir

Íslendingar voru í eldlínunni á heimsleikunum í Crossfit, sem fara fram þessa dagana í Los Angeles í Bandaríkjunum, í gær.

Í meðfylgjandi myndasyrpu má líta á fjölmargar myndir sem teknar voru af Íslendingunum í gær. Eftir keppni föstudagsins er Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í öðru sæti í einstaklingsflokki kvenna og Katrín Tanja Davíðsdóttir í því fjórða.

Alls etja þrettán Íslendingar kappi á heimsleikunum. Tveir þeirra, Haraldur Holgersson og Hilmar Þór Harðarson, hafa þegar lokið keppni. Haraldur keppti fyrstur Íslendinga í unglingaflokki á leikunum en Hilmar Þór keppti í mastersflokki karla á aldrinum 55 til 59 ára. 

Í ein­stak­lingskeppni kvenna eru ís­lensk­ir full­trú­ar fjór­ir tals­ins. Þær Katrín Tanja Davíðsdótt­ir, Ragn­heiður Sara Sig­munds­dótt­ir, Annie Mist Þóris­dótt­ir og Þuríður Erla Helga­dótt­ir eru meðal þeirra sem munu kepp­ast um titil­inn hraust­asta kona heims.

Í karla­flokki er það Björg­vin Karl Guðmunds­son sem freist­ar þess að verða hraust­asti maður heims.

Þá tekur lið Cross­Fit XY einnig þátt, en liðið skipa þau Árni Björn Kristjáns­son, Hilm­ar Arn­arson, Hjör­dís Óskars­dótt­ir, Sig­urður Þrast­ar­son, Sól­veig Sig­urðardótt­ir og Svan­hild­ur Nanna Vigfús­dótt­ir. Vara­menn eru þau Ingimar Jóns­son og Sandra Helga­dótt­ir.

Keppn­in stend­ur form­lega yfir 19.–24. júlí í Stu­bHub-Center í Car­son í Kali­forn­íu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert