Blaðran á Gróttu kom alla leið úr Grafarvogi

mbl.is/ Samsett mynd

„Þetta truflaði afmælið aðeins þegar blöðrurnar stigu skyndilega til himins en það var reyndur verktaki sem batt blöðrurnar niður í upphafi,“ segir Sveinn Ásgeir Baldursson sem hélt upp á 60 ára afmæli sitt á fimmtudaginn á heimili sínu í Grafarvogi. Blöðrurnar enduðu för sína alla leið úti við Gróttu og töldu sjónarvottar þar að fallhlífarmaður hefði mögulega lent í sjónum og var lögregla, björgunarsveitir, sjúkralið og slökkvilið kallað út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Ein blaðran var á stærð við svartan ruslapoka og svo voru nokkrar minni blöðrur með til skrauts en stóra blaðran var merkt afmælisaldrinum; 60 ára.

„Ég hélt að ég væri bara að fara að grilla með börnum og barnabörnum en var komið á óvart með óvæntri veislu í miðri viku og þessari líka rosalega flottu blöðru. Allir í afmælinu táruðust þegar blaðran hvarf svo svona skyndilega og ég þurfti að fara í beikongrímubúning til að fá athygli afmælisgestanna aftur. En það var leiðinlegt að þetta skyldi enda svona þótt allt hafi farið vel. Ég ætla hins vegar að halda upp á 70 ára afmælið mitt innandyra,“ segir Sveinn Ásgeir í léttum dúr.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert