Katrín Tanja á toppnum

Katrín Tanja á heimsleikunum.
Katrín Tanja á heimsleikunum. Ljósmynd/Berglins Sigmundsdóttir

Þrjár þrautir fóru fram í einstaklingskeppni heimsleikanna í crossfit nú síðdegis. Keppt var í handagöngu, þ.e. keppendur stóðu á höndum og gengu, sprettum og plógsdrætti.

Katrín Tanja Davíðsdóttir sigraði í tveimur þrautanna og er nú í fyrsta sæti í kvennaflokki. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er skammt undan, eða í þriðja sæti. Annie Mist Þórisdóttir er síðan í 12. sæti og Þuríður Erla Helgadóttir í 16. sæti eftir þrautirnar þrjár.

Í karlaflokki heldur Björgvin Karl Guðmundsson sér síðan á meðal tíu efstu keppenda og er í sjöunda sæti eins og er.

Einstaklingskeppnin heldur áfram klukkan 19:55 að íslenskum tíma, en ekki er búið að tilkynna hver þrautin verður þá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert