Andlát: Vilhjálmur Eyjólfsson

Vilhjálmur Eyjólfsson á Hnausum.
Vilhjálmur Eyjólfsson á Hnausum. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Vilhjálmur Eyjólfsson, bóndi, fréttaritari og fyrrverandi hreppstjóri, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Klausturhólum 21. júlí sl., 93 ára að aldri.

Vilhjálmur fæddist 5. júní 1923 í Meðallandi í Skaftafellssýslu, einkasonur hjónanna Sigurlínar Sigurðardóttur (f. 1891, d. 1985), húsmóður og Eyjólfs Eyjólfssonar (f. 1889, d. 1983), hreppstjóra.

Vilhjálmur ólst upp á bænum Hnausum í Meðallandi í Vestur-Skaftafellssýslu og var gjarnan kallaður Villi á Hnausum. Vilhjálmur fetaði í fótspor föður síns og varð síðasti maðurinn til að gegna starfi hreppstjóra í hreppnum sínum, auk þess sem hann var með búskap á jörð sinni. Vilhjálmur gegndi einnig starfi fréttaritara Morgunblaðsins um langt skeið. Þegar Vilhjálmur var sjötugur lauk hann leiðsögumannanámi en hann gegndi lengi starfi leiðsögumanns um Kirkjubæjarklaustur og nágrenni. Vilhjálmur var einnig mikill söngmaður og söng með kórunum í sveitinni.

Vilhjálmur hætti búskap árið 1987 en á Hnausum til ársins 2014 þegar hann flutti á hjúkrunar- og dvalarheimilið Klausturhóla.

Vilhjálmur var ókvæntur og barnlaus. Útför hans fer fram frá Langholtskirkju 28. júlí næstkomandi og hefst klukkan 14.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert