Lundavarpið lítur víða vel út

Lundinn er sagður ljúfastur fugla og honum fylgir alltaf viss …
Lundinn er sagður ljúfastur fugla og honum fylgir alltaf viss rómantík. mbl.þis/Eggert Jóhannesson

Hið árlega lundarall er í fullum gangi, en það er rannsóknarferð á vegum Náttúrustofu Suðurlands þar sem varpárangur lundans er mældur á landsvísu.

Erpur Snær Hansen líffræðingur fer fyrir leiðangursmönnum, sem koma við í 12 lundavörpum umhverfis landið. Önnur umferð lundarallsins stendur nú yfir, en sú fyrri fór fram í júní.

Erpur Snær segir Norðurlandið líta best út, þó Vestmannaeyjar komi vel út, samanborið við mælingar í fyrra. Samkvæmt mælingum eftir fyrsta lundarallið var ábúðarhlutfallið, það er sá hluti holna sem orpið var í, 65% í Vestmannaeyjum en var 57% í fyrra. Ábúð við eðlilegar aðstæður er um 75%. Fari hún niður fyrir 60% sýnir reynslan að lítill árangur verður af varpinu. „Í júlí höfðu bæst við 10%, eða 110.000 pör, sem við vitum ekki hvaðan koma,“ segir Erpur Snær í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert