Með 63 megináherslur

Ragnar Þór Jónsson.
Ragnar Þór Jónsson. Ljósmynd/ ragnarthor.is

Ragnar Þór Jónsson, listamaður, háskólanemi og framkvæmdastjóri, býður sig fram í prófkjöri Pírata á höfuðborgarsvæðinu. 

Frá þessu greinir Ragnar á heimasíðu sinni þar sem hann fer yfir 63 megináherslur sínar.

„Ég hef lengi haft áhuga á pólítík en ákvað fyrst nú að bjóða mig fram. Það má segja að það sem hafi gulltryggt Pírata fyrir mér að finna enn og aftur fleira góðviljað og kjarkmikið fólk, var þegar ég fékk vefpóst frá Pírötum þar sem þeir báðu mig að vera með fyrirlestur í Tortuga fyrir anti-eineltiskerfið sem ég er að vinna í að innleiða til Íslands, það kerfi kallast KiVa og er að finnskri fyrirmynd. Það er augljóst að hreinskilnin skín af þessari hreyfingu sem vill raunverulega breyta einhverju til góðs. Þess vegna er ég Pírati,“ segir í liðunum „Um mig“ á síðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert