Rannsóknarskipið Dröfn strandað

Þyrla Gæslunnar er á leið á vettvang.
Þyrla Gæslunnar er á leið á vettvang. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Um þrjúleytið í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar tilkynning um að rannsóknarskipið Dröfn hefði strandað í Þorskafirði í Barðarstrandarsýslu. Þyrla Gæslunnar er nú á leið á vettvang en björgunarsveitir á svæðinu hafa einnig verið kallaðar út.

Engin hætta er talin á ferðum en enn á eftir að meta til hvaða aðgerða verður gripið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert