Fyrirmyndunum er fylgt

Krýsuvíkurkirkja
Krýsuvíkurkirkja mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ný kirkja í Krýsvík, sem húsasmíðanemar í Hafnarfirði smíða og setja saman, verður væntanlega komin á sinn stað að ári. Smíði hennar er langt komin og í næsta mánuði verður hlaðinn grunnur að kirkjunni sem er 25 fermetrar og verður á nákvæmlega sama stað og hin gamla. Sú var byggð árið 1857 en brann til grunna eftir íkveikju í byrjun árs 2010.

Hrafnkell Marinósson sem stýrir þessu verkefni fyrir hönd Tækniskólans segir það vera langt komið. Ytra byrði kirkjunnar sé tilbúið en innan dyra eigi meðal annars eftir að smíða og setja saman bekki, prédikunarstól, altari og fleira slíkt.

Nákvæmum fyrirmyndum er fylgt við smíði kirkjunnar en mælingar og myndir af þeirri sem fyrir, sem starfsfólk Þjóðminjasafns Íslands, tók lágu fyrir. „Kappsmálið að smíða nákvæma eftirlíkingu,“ segir Jónatan Garðarsson, formaður Vinafélags Krýsuvíkurkirkju, en uppbyggingin er á þess vegum. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert