Þingið verður líklega lengt

„Ef kosið verður í haust er líklegast að yfirstandandi löggjafarþing, 145. þing, verði lengt, og sú lenging þá miðuð við áætlaðan kjördag, hve- nær sem hann verður,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.

Að öðrum kosti yrði að setja nýtt löggjafarþing 13. september, segir Helgi, með öllu því umstangi sem því fylgir. Þá féllu jafnframt niður öll þingmál sem nú liggja fyrir þinginu og ríkisstjórninni væri skylt að leggja fram fjárlagafrumvarp fyrir árið 2017 skv. stjórnarskránni.

Helgi segir að búast megi við að fram komi frumvarp fyrir lok ágústmánaðar um breytingu á þingsköpum til bráðabirgða þannig að ekki þurfi að hafa þingsetningu 13. september. „En með því frumvarpi yrði væntanlega að ákveða í raun hver kjördagurinn verður, hann fellur saman við lok löggjafarþingsins,“ segir Helgi. Ekki mega líða meira en 45 dagar frá útgáfu þingrofsbréfs þar til kosningar fara fram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert