Veiddu 126 kílóa risatarf fyrir austan

Graham Dowling með tarfinn stóra en tarfurinn var í fjörutíu …
Graham Dowling með tarfinn stóra en tarfurinn var í fjörutíu hreindýra hóp þegar þeir félagar rákust á hann. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

„Ég hef veitt hreindýr í 40 ár og verið leiðsögumaður í hreindýraveiðum í 25 ár og þetta er alstærsti tarfur sem ég hef séð og átt þátt í að fella,“ sagði Sigurður Aðalsteinsson hreindýraveiðileiðsögumaður, frá Vaðbrekku, í samtali við Morgunblaðið í gær.

Tilefni samtalsins við Sigurð var að hann var nýkominn úr leiðsöguferð með breskum veiðimanni, Graham Dowling, sem í fyrrakvöld felldi ásamt Sigurði, ofangreindan tarf, sem vó 126 kíló, samkvæmt upplýsingum Sigurðar.

„Það eru engar ýkjur að þetta er stærsti tarfur sem ég hef séð og ég held að það sama hafi átt við um föður minn, Aðalstein Aðalsteinsson, sem veiddi hreindýr í 70 ár. Ég held að hann hafi aldrei náð að veiða svona stóran tarf,“ sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið en nánar er fjallað um málið í blaði dagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert