Datt illa í Krísuvíkurhrauni

Tilkynning um slysið barst um sjöleytið í kvöld.
Tilkynning um slysið barst um sjöleytið í kvöld. mbl.is

Kona féll fram fyrir sig í Krísuvíkurhrauni, aftan við kvartmílubrautina sem þar er. Hún fékk áverka í andliti, á fæti og á hendi eftir að hafa lent illa og var óskað eftir aðstoð sjúkrabíls.

Konan, sem er um fertugt, var stödd í göngu í hrauninu ásamt hópi fólks.

Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var fjallajeppi sendur á vettvang ásamt sexhjóli til að ná í hana. 

Til greina kom að kalla eftir aðstoð björgunarsveita ef það hefði þurft að bera hana langar leiðir en þegar komið var á vettvang gat konan setið á sexhjólinu og voru björgunarsveitir því afboðaðar.

Konan er á leið á slysadeild en tilkynning um slysið barst um sjöleytið í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert