Bindur vonir við Hvassahraun

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar.
Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Golli

Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, fagnar áformum Icelandair Group um að kanna möguleika á uppbyggingu innanlandsflugvallar í Hvassahrauni. Þetta kom fram í máli hans í umræðum um dagskrá þingsins.

Sagði Helgi þar að ef til vill sé komin lausn í þessu erfiða deilumáli þar sem meginhagsmunum allra deiluaðila í málinu verði mætt; landsbyggðinni með aðgengi að þjóðarsjúkrahúsinu, hagsmunum höfuðborgarsvæðisins um aukið landrými í Vatnsmýrinni sem og hagsmunum flugrekstraraðila.

Frétt mbl.is: Óábyrgt að kanna ekki möguleikann

„Fyrirtækið ætlar að verja tugum milljóna í að kanna hvort það sé flugtæknilega mögulegt að reka flugvöll í Hvassahrauni,“ sagði Helgi og bætti við að þörfin fyrir varaflugvöll fyrir millilandaflug geti gert það fýsilegt að ráðast í uppbyggingu út frá viðskiptalegum sjónarmiðum.

Helgi sagði þó málið vissulega enn aðeins vera á könnunarstigi og vonast hann til þess að Icelandair Group fái frið til þess að kanna málið þar sem gríðarlegur ávinningur væri fólginn í því að byggja þar flugvöll sé það flugtæknilega mögulegt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert