Fjölmiðlar lítið annað en skel

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gerir stöðu fjölmiðla að umfjöllunarefni á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi og segir að hér starfi margir fjölmiðlar án sjáanlegrar ritstjórnarstefnu. Hann að það sé tilfinning sín að vegna manneklu og fjárskorts séu fjölmiðlar lítið annað en skel. 

„En jafn ágætt og það er að fjölmiðlar séu vettvangur skoðanaskipta um hin ýmsu mál er það mér alltaf sama undrunarefnið hve margir fjölmiðlar hér á landi virðast starfa án þess að nokkur ritstjórnarstefna sé sjáanleg.
Hún gerist æ sterkari tilfinningin að vegna manneklu og fjárskorts séu viðkomandi miðlar orðnir lítið annað en skel, umgjörð um starfsemi þar sem hver fer fram á eigin forsendum. Engin stefna, markmið eða skilaboð og þar með nánast enginn tilgangur, annar en sá að vera til staðar fyrir þá sem þar vinna. Þeir skiptast síðan á að grípa gjallarhornið sem fjölmiðillinn er orðinn fyrir þá og dæla út skoðunum yfir samfélagið. Ein í dag – önnur á morgun. Borið út frítt. Hvers vegna ekki bara að opna Facebook-síðu og leyfa öllum að skrifa á vegginn?“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert