Eldur í bíl eftir þriggja bíla árekstur

Eldurinn logaði glatt en slökkvistarf gekk vel.
Eldurinn logaði glatt en slökkvistarf gekk vel. mbl.is

Eldur braust út í bifreið eftir þriggja bíla árekstur á Bústaðavegi í dag. Um var að ræða aftanákeyrslu en eldurinn kom upp í öftustu bifreiðinni.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuborgarsvæðinu gekk greiðlega að slökkva eldinn og engin stórslys urðu á fólki, að minnsta kosti var enginn fluttur á brott með sjúkrabíl.

Áreksturinn varð skammt frá Veðurstofunni rétt fyrir kl. 15. Bifreiðin sem logaði í var dregin á brott að slökkvistarfi loknu, enda óökuhæf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert