Foreldrar fari varlega í að birta myndir af börnum

„Foreldrar mega ekki gleyma að virða einkalíf barna sinna og …
„Foreldrar mega ekki gleyma að virða einkalíf barna sinna og fara varlega í að birta myndir á samfélagsmiðlum,“ segir Eydís Ýr Jónsdóttir. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

„Foreldrar mega ekki gleyma að virða einkalíf barna sinna og að fara varlega í að birta myndir eða opinbera upplýsingar um þau á samfélagsmiðlum. Þetta á sérstaklega við um viðkvæmar myndir eða upplýsingar.“

Þetta segir Eydís Ýr Jónsdóttir, laganemi við lagadeild Háskóla Íslands, í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

„Að mínu mati má því færa góð og gild rök fyrir því að þörf sé á lagabreytingum til þess að auka réttindavernd barna og koma til móts við þennan hóp einstaklinga sem eru að jafnaði viðkvæmari og berskjaldaðri en þeir fullorðnu,“ segir Eydís Ýr. Þetta er meðal þess sem kemur fram í BA-ritgerð hennar, Friðhelgi einkalífs barna. Myndbirtingar og birting upplýsinga um börn á samfélagsmiðlum

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert