Ráðist á fjórtán ára stúlku

Frá Klamratúni. Mynd úr safni.
Frá Klamratúni. Mynd úr safni. Styrmir Kári

Ráðist var á fjórtán ára stúlku á Rauðarárstíg við Klambratún rétt fyrir klukkan ellefu á sunnudagskvöld. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með málið til rannsóknar en enginn liggur undir grun í málinu.

Þegar stúlkan var að ganga inn götuna stekkur maður skyndilega aftan að henni, rífur í upphandlegginn á henni og grípur fyrir vitin á henni. Því næst dregur hann hana aftur á bak inn í runna og sleppi henni snögglega svo hún dettur. Þá hljóp maðurinn í burtu.

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við mbl.is að enginn hafi verið handtekinn og enginn sé grunaður um árásina. Leitað var að manninum í hverfinu eftir að lögregla var kölluð til en sú leit bar ekki árangur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert