Sumarblíða í dag

mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Veðurstofan spáir hlýjum sumardegi í dag en spáð er allt að 20 stiga hita í innsveitum fyrir norðan og vestan. Hægari vindur á morgun og talsvert af sólskini, en dálítil væta syðst og stutt í þokuloftið við sjávarsíðuna. Kólnar lítið eitt.

Veðurspá Veðurstofu Íslands: Austlæg átt, 5-10 m/s og skýjað með köflum, en 8-13 með SA-ströndinni og dálítil rigning eða súld með köflum. Birtir til fyrir norðan eftir hádegi, en líkur á síðdegisskúrum þar. Hægviðri og víða léttskýjað á morgun, en 8-13 m/s og væta syðst og sums staðar þokubakkar við sjávarsíðuna. Hiti allt að 20 stigum N- og V-til, en annars víða 10 til 15 stig. Lítið eitt svalara á morgun.

Á miðvikudag:

Hæg austlæg eða breytileg átt og víða léttskýjað, en sums staðar þokuloft með N- og A-ströndinni. Hvessir og fer að rigna syðst um kvöldið. Hiti víða 13 til 18 stig.

Á fimmtudag:
Fremur hæg norðaustanátt og rigning SA-til, en annars bjart með köflum, en líkur á síðdegisskúrum. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast SV-lands.

Á föstudag og laugardag:
Norðaustankaldi NV-til, en annars hægari og væta í flestum landshlutum. Kólnandi veður.

Á sunnudag og mánudag:
Suðlægar áttir með rigningu, einkum S- og V-lands. Fremur svalt í veðri.

Veður á mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert