Þriðja verðlækkunin á jafnmörgum árum

Úr IKEA í Kauptúni.
Úr IKEA í Kauptúni. mbl.is/Árni Sæberg

Forsvarsmenn IKEA á Íslandi hafa ákveðið að lækka verð á öllum vörum sem fyrirtækið hefur að bjóða í verslun sinni. Verð mun að sögn Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, lækka að meðaltali um 3,2%.

Er þetta í þriðja sinn á jafnmörgum árum sem IKEA lækkar vöruverð í tengslum við útgáfu árlegs vörulista en samhliða henni festir fyrirtækið verðið til eins árs.

„Við skuldbindum okkur til að hækka ekki verðið næstu 12 mánuði en ef aðstæður bjóða upp á það munum við lækka verðið frekar,“ segir Þórarinn í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Hann bendir á að IKEA hafi ekki hækkað vöruverð frá árinu 2012 og að teknu tilliti til verðbólgu á tímabilinu sé raunlækkun á vörum fyrirtækisins 22,5% yfir tímabilið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert