Fengu greiddar skaðabætur frá Primera

Flugvél Primera Air. Mynd úr safni.
Flugvél Primera Air. Mynd úr safni.

Flugfélagið Primera Air þarf að greiða farþegum bætur sem nema 400 evrum á farþega vegna sólarhringsseinkunar sem varð á flugi félagsins frá Tenerife í ágúst á síðasta ári. Þetta staðfestir lögfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu, en niðurstaða úrskurðarnefndar er samhljóða ákvörðun Samgöngustofu á síðasta ári.

Frétt mbl.is: Fluginu seinkað fyrirvaralaust

Berg­ur Þorri Benja­míns­son, vara­formaður Sjálfs­bjarg­ar, var einn farþega í fluginu og ræddi mbl.is við hann í ágúst í fyrra. Sagði hann þá frá því að ferðalagið hafi tekið 26 tíma vegna raðar mistaka sem varð þess valdandi að seinka þurfti fluginu.

Áður en flogið var frá Tenerife var ákveðið að millilenda í Glasgow í Skotlandi, en því var seinna breytt í Shannon á Írlandi. Vegna pappírsvinnu varð þar seinkun auk þess sem vandræði voru með eldsneytisáfyllingu. Þá hafi stigi utan á vélinni ekki verið tekinn strax í burtu og vegna þessa seinagangs lokaðist vaktaglugginn sem áhöfnin hafði til að fljúga. 

Niðurstaðan eftir nokkurra klukkustunda óvissu var að koma öllum fyrir á hóteli og fengu farþegarnir 10 evrur í matarpeninga. Voru þeir boðaðir í flug næsta dag klukkan 14:00 en fljótlega kom í ljós að hvíldartími áhafnarinnar var ekki nægjanlegur og var fluginu seinkað til 16:30.

Bergur Þorri Benjamínsson, varafomaður og málefnafulltrúi Sjálfsbjargar Lsf.
Bergur Þorri Benjamínsson, varafomaður og málefnafulltrúi Sjálfsbjargar Lsf.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert