Mikið álag í sjúkraflutningum

mbl.is/Hjörtur

Það hefur verið mikið álag í sjúkraflutningum í gærkvöldi og nótt á höfuðborgarsvæðinu, einkum vegna margra forgangsflutninga sem krefjast þess að tveir sjúkrabílar fari í útköll. 

Að sögn varðstjóra í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hafa sjúkraflutningamenn farið í um 40 útköll frá því klukkan 19 í gærkvöldi en yfirleitt eru flutningar um 25 talsins á tólf tíma vakt. 

Ekkert eitt útskýrir þetta mikla álag á vaktinni en slökkviliðsmenn þakka fyrir að ekki var mikið að gera á dælubílum því vaktirnar eru fáliðaðar hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og álagið mikið þegar jafnmörg útköll eru á sjúkrabílum og nú er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert