Allt að 43% verðmunur á máltíðum

Máltíð fyrir grunnskólabörn kostar 480 kr. á Ísafirði en 335 …
Máltíð fyrir grunnskólabörn kostar 480 kr. á Ísafirði en 335 kr. á Akranesi. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Að minnsta kosti 43% getur munað á verði skólamáltíða í grunnskólum. Þetta kemur í ljós eftir lauslega könnun Morgunblaðsins á gjaldskrám ýmissa stærri sveitarfélaga.

Af þeim sveitarfélögum sem litið var til er Akranesbær með ódýrustu skólamáltíðirnar, eða kr. 335 á hverja máltíð. Heldur dýrari eru þær á Ísafirði, eða kr. 480 hver máltíð, og nemur munurinn rúmum 43 prósentum. Þó má nefna að Ísafjarðarbær veitir 10% afslátt af verðinu séu keyptar máltíðir fyrir heila önn.

Í gjaldskrá grunnskóla Reykjavíkurborgar er hver máltíð sögð kosta kr. 355 og er innheimt svokallað jafnaðargjald, kr. 7.100, alla mánuði nema júlí og ágúst, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert