Hugnast ekki að starfa með Pírötum

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verulegar efasemdir um ríkisstjórnarsamstarf með Pírötum eftir kosningar.  Þetta kemur fram í viðtali Bloomberg fréttastofunnar við hann. 

Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum fengju Píratar 25% atkvæða ef gengið yrði til kosninga nú. Aðeins Sjálfstæðisflokkurinn mælist með meira fylgi, eða 26,2%. 

Bjarni segir í viðtalinu að sjálfstæðismenn muni starfa með þeim sem fá stuðning kjósenda í kosningunum, svo lengi sem hægt er að mynda starfhæfa stjórn. 

Hann segir Pírata hafa hrist upp í íslenskum stjórnmálum og hann telji að það hafi verið hollt fyrir lýðræðisumræðuna hér á landi. En hann hafi efasemdir um að Píratar séu hæfir til ríkisstjórnarsamstarfs án þess þó að vilja útiloka neitt á þessari stundu. Bjarni er reiðubúinn til þess að taka við sem forsætisráðherra fái hann umboð til þess. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert