Öllu til tjaldað í Mosfellsbæ

Fjölmargir viðburðir eru á dagskrá í Mosfellsbæ um helgina þegar bæjarhátíðin Í túninu heima fer fram. Búið er að semja samnefnt lag í tilefni hátíðarinnar sem leikskólabörn í bænum fengu að heyra í morgun og þá var gert myndband þar sem margir af helstu skemmtikröftum bæjarins koma fram.

mbl.is var í leikskólanum Hlaðhömrum í morgun þar sem Agnes Wild og Sigrún Harðardóttir, höfundar lagsins, fluttu það fyrir krakkana og ekki var annað að sjá en að þeir kynnu vel að meta uppákomuna. Á meðal þess sem verður á dagskrá á hátíðinni er: uppistand Ara Eldjárns á Hvíta riddaranum, kjúklingahátíð í Varmá, Pallaball, stórtónleikar á torginu og flugsýning auk þess sem margir íbúar opna heimili sín og bjóða gestum og gangandi upp á skemmtiatriði af ýmsu tagi.

Nánari upplýsingar er að finna á vef Mosfellsbæjar og fyrir neðan má sjá myndband við lagið Í túninu heima þar sem Greta Salóme, María Ólafs, Steindi, Diddú og fleiri koma fram. 

Facebook-síða hátíðarinnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert