Myndaði norðurljósin með dróna

Úr myndbandinu sem Óli Haukur tók af norðurljósunum með dróna …
Úr myndbandinu sem Óli Haukur tók af norðurljósunum með dróna í vikunni. Skjáskot/ozzophotography.com

Norðurljósin eru byrjuð að láta aftur á sér kræla nú þegar daginn er tekið að stytta eftir sumarið. Kvikmyndagerðarmaðurinn Óli Haukur Mýrdal nýtti óvenjulega aðferð til að mynda sjónarspilið í vikunni en hann notaði dróna sem tók þau upp í rauntíma.

„Ég tók eftir daufum norðurljósum 2. ágúst og 9. ágúst en á þriðjudag voru þau mjög björt,“ segir Óli Haukur við Iceland Monitor en hann hefur myndað norðurljósin um árabil.

Dróninn var útbúinn Sony A7s2-myndavél. Yfirleitt er ljósmyndum skeytt saman til að búa til myndskeið af norðurljósunum en að þessu sinni tók Óli Haukur myndband af þeim í rauntíma.

Myndirnar tók hann nærri Reykjanesvita um kl. 1  aðfaranótt miðvikudags.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert