Færðu stofnuninni barnahjólastól

Sigurður Einar Sigurðsson, ritari Óss, og Friðþóra Ester Þorvaldsdóttir, hjúkrunarforstjóri …
Sigurður Einar Sigurðsson, ritari Óss, og Friðþóra Ester Þorvaldsdóttir, hjúkrunarforstjóri hjá HSSA.

Kiwanisklúbburinn Ós færði Heilbrigðisstofnun Suðurlands í sumar Start M6 Junior-barnahjólastól og æðalýsingartæki til notkunar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Hornafirði. Friðþóra Ester Þorvaldsdóttir, hjúkrunarstjóri hjá HSSA, veitti gjöfunum viðtöku.

„Nú í september byrjar þrítugasta starfsár Kiwanisklúbbsins Óss og verður afmælisársins minnst með ýmsum uppákomum. Klúbbfélögum finnst gott að byrja nýtt starfsár með góðum gjöfum sem styðja við hið ágæta starf hjá Heilbrigðisstofnun Suðausturlands fyrir íbúa sveitarfélagsins.

Klúbburinn er alltaf tilbúinn til að taka við nýjum félögum í Kiwanishreyfinguna og hvetjum við alla sem vilja láta gott af sér leiða að kynna sér félagsskapinn,“ segir í tilkynningu frá klúbbnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert