Rekstur grunnskóla „óviðráðanlegur“

Skólastjórar grunnskóla lýsa yfir verulegum áhyggjum.
Skólastjórar grunnskóla lýsa yfir verulegum áhyggjum. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Skólastjórar í grunnskólum Reykjavíkurborgar lýsa yfir verulegum áhyggjum af fjárhagslegri stöðu grunnskólanna í borginni sem leitt hafi til skertrar þjónustu við nemendur. Krefjast þeir þess að kjörnir fulltrúar forgangsraði í þágu barnanna í borginni. 

„Borgaryfirvöld hafa skorið umtalsvert niður til grunnskólanna á síðustu átta árum sem hefur orðið til þess að rekstur skólanna er nú algjörlega óviðráðanlegur,“ segir í ályktun sem samþykkt var á fundi skólastjóranna í dag.

Þá segir að vegna ákvarðana borgaryfirvalda geti grunnskólar í Reykjavík ekki lengur boðið nemendum sínum upp á sambærilega þjónustu og nágrannasveitarfélögin.

„Skólastjórar grunnskóla í Reykjavík krefjast þess að pólitískt kjörnir fulltrúar forgangsraði nú þegar í þágu barnanna í borginni, enda verður lögboðnu skólastarfi ekki sinnt miðað við núverandi aðstæður.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert