Eldur í gámi

Lögreglan Akureyri.
Lögreglan Akureyri. mbl.is/Sigurður Bogi

Slökkvilið og lögregla á Akureyri voru kölluð út að Súluvegi 2 rúmlega fimm í morgun vegna elds í gámi. Engin hætta er á ferðum en um er að ræða framleiðslu á eldsneyti úr úrgangsplasti.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri kom eldurinn upp í gámi sem tengist eldsneytisframleiðslunni hjá GDO. Þegar það gerist lokast gámurinn og eldurinn einangrast inni í gámnum. Bæði lögregla og slökkvilið eru á staðnum og er þess beðið að gámurinn kólni.

Fjórir voru teknir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Akureyri í gærkvöldi og nótt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert