„Beið eftir að verða tekið upp“

„Það lá bara þarna og beið eftir að verða tekið upp,“ segir Rúnar Stanley Sighvatsson um sverðið sem hann fann ásamt veiðifélögum sínum á gæsaveiðum um helgina. Það hafi verið áberandi þar sem það lá ofan á jarðveginum. Forstöðumaður Minjastofnunar segir fundinn vera „sjaldgæfan og merkilegan“.

mbl.is fylgdist með þegar sverðið var afhent Minjastofnun í morgun. Talið er að það sé frá seinni hluta tíundu aldar en einungis hafa rúmlega 20 sverð frá víkingaöld varðveist hér á landi í gegnum tíðina.

Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, segir að líklega hafi það legið í heiðinni gröf eða svokölluðu kumli og nú verður svæðið í kannað. Einnig fannst annað brot við hlið sverðsins en það gæti verið hluti af sigð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert