Netlufiðrildi taka sér far með varningi

Netlufiðrildi er litskrúðugt.
Netlufiðrildi er litskrúðugt. Ljósmynd/Erling Ólafsson

Litskrúðug netlufiðrildi (Aglais urticae) koma hingað til lands stöku sinnum sem laumufarþegar með ýmsum varningi.

Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, kveðst fá 1-2 netlufiðrildi á ári á sitt borð. Netlufiðrildið nærist á brenninetlu og plantan er svo fágæt hér að fiðrildið á takmarkaða möguleika á að fjölga sér. Því þykir ólíklegt að netlufiðrildi nái fótfestu hér á landi.

Erling heldur úti síðunni Heimur smádýranna á Facebook. Hann birti þar nýlega meðfylgjandi mynd af netlufiðrildi sem starfsmenn Málmtækni í Reykjavík færðu honum. Erling hefur einnig skrifað heilmikinn fróðleik um þetta fallega fiðrildi á Pödduvef Náttúrufræðistofnunar (www.ni.is).

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert