Byrjað að panta vegna sólmyrkvans í ágúst 2026

Almyrkvi á sól er afar tilkomumikið náttúruundur.
Almyrkvi á sól er afar tilkomumikið náttúruundur. mbl.is/RAX

Norska útgerðin Fred Olsen hefur pantað pláss fyrir tvö skemmtiferðaskip í Reykjavík eftir 10 ár, eða nánar tiltekið í ágúst 2026.

Þessi forsjálni forráðamanna hins norska skipafélags skýrist af því að hinn 12. ágúst 2026 verður almyrkvi á sólu á Íslandi og væntanlega munu farþegar skipanna tveggja hafa mestan hug á að sjá myrkvann. Líklegt er að fleiri skip muni leggja leið sína til Íslands í þessum erindagjörðum.

Almyrkvinn mun óvíða sjást betur en á Íslandi. Ferill skuggans, sem er tæplega 300 km á breidd, liggur yfir Ísland vestanvert. Í Reykjavík mun almyrkvinn standa í 1 mínútu og 10 sekúndur, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert