Skjálfti upp á 3,6 stig

Af vef Veðurstofu Íslands

Jarðskjálfti upp á 3,6 stig varð við Húsmúla á Hellisheiði klukkan 22:29 í gærkvöldi. Tilkynningar hafa borist um að hann hafi fundist í Hveragerði, Mosfellsbæ og Kópavogi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Annar sem var 3,0 að stærð varð á sömu slóðum kl. 22:49. Nokkrir smærri skjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Undanfarna daga hefur verið skjálftahrina á þessum slóðum og eru þetta stærstu skjálftarnir í hrinunni hingað til.

Jarðskjálfti af stærð 3,8 varð í suðaustanverðri Bárðarbungu kl. 20:42 í gærkvöld. Annar smærri fylgdi í kjölfarið. Kl. 22:03 varð annar skjálfti 3,7 að stærð á svipuðum slóðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert