Fylgja eftir launajöfnun

Forystumenn Sambands íslenskra sveitarfélaga, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson …
Forystumenn Sambands íslenskra sveitarfélaga, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og for- menn BSRB, BHM og KÍ skrifuðu undir samkomulagið um breytingar á lífeyriskerfi opinberra starfsmanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir mikilvægum áfanga náð með samkomulagi um samræmt lífeyriskerfi. Í pistli á heimasíðu BHM segir hún að það kalli á gjörbreytta launastefnu ríkis og sveitarfélaga.

Við blasi að með jöfnun lífeyriskjara þurfi að bæta opinberum starfsmönnum muninn í launum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að unnið verði í átt að því að eyða launamun þannig að ekki verði til staðar óréttlætanlegur og óútskýranlegur kjaramunur.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, fagnar samkomulaginu og bendir á að ASÍ hafi barist fyrir jöfnun lífeyrisréttinda í 70 ár. Hann gerir ráð fyrir því að BHM og KÍ gangi nú inn í rammasamkomulag um þróun launa og tryggi með því sínu fólki hlutdeild í hugsanlegu launaskriði, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert