Metur stöðu sína innan flokksins góða

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ræddi stuttlega við fréttamenn að …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ræddi stuttlega við fréttamenn að fundi loknum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þingflokkur Framsóknarflokksins lauk fundi sínum nú á fimmta tímanum í dag eftir rúmlega þriggja klukkustunda fund. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, voru báðir á fundinum, en Sigurður Ingi þurfi að fara snemma þar sem hann þurfti að mæta í flug.

Meðal þess sem rætt var um var staða flokksins almennt og forystu hans að sögn Sigmundar Davíðs þegar hann ræddi stuttlega við fréttamenn eftir fundinn. Þá sagði hann að rætt hafi verið um það þegar „menn reyna stundum að búa til eða setja af stað að óþörfu umræðu um ágreining sem er ekki til staðar.“

Sagðist Sigmundur meta stöðu sína innan þingflokksins og flokksins góða, en mbl.is greindi frá því fyrr í dag að ræða ætti stöðu forystu flokksins. Sagðist hann bjartsýnn á framhaldið og bjartsýnn á kosningar. Hann tók þó fram að fundurinn hafi ekki verið hugsaður til að ræða mögulegar formannskosningar á komandi flokksþingi. „Fundurinn var ekki til þess ætlaður að kveða upp um forystu, flokksþing gerir það,“ sagði Sigmundur.

Sagði Sigmundur að mikilvægt væri að þingmenn væru nú í sem mestum og nánustu samskiptum þegar „svona mikið gengur á og allskonar sögur ganga.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert