Nokkur börn í öryggisvistun

Einstaklingarnir glíma oft við geðraskanir og þroskafrávik.
Einstaklingarnir glíma oft við geðraskanir og þroskafrávik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tvö til þrjú börn eru í öryggisvistun á hverjum tíma á vegum Barnaverndarstofu, að sögn Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu.

Um er að ræða einstaklinga yngri en 18 ára sem hætta stafar af vegna geðraskana og/eða þroskafrávika.

Markmið öryggisvistunar er að tryggja að einstaklingur sem úrskurðaður er í slíkt úrræði sé hvorki hættulegur sjálfum sér né öðrum. Í því felast læst húsakynni, stöðug fylgd starfsmanna að undanskildum svefntíma og rafrænt eftirlit að nóttu til, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert