Partnership-verðlaunin afhent í dag

Sendiherra Bandaríkjanna, Robert C. Barber, Timothy Spanos, og fyrrum sendiherra …
Sendiherra Bandaríkjanna, Robert C. Barber, Timothy Spanos, og fyrrum sendiherra Charles Cobb. Ljósmynd/Bryndís Friðgeirsdóttir

Timothy H. Spanos hlaut í dag Partnership-verðlaunin 2016 en þau voru stofnuð af Charles E. Cobb, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, árið 1990 til að heiðra bandaríska ríkisborgara sem hafa lagt sitt af mörkum til að styrkja tengsl Bandaríkjanna og Íslands.

Verðlaunin eru veitt annað hvert ár. Það voru Cobb og Robert C. Barber, núverandi sendiherra, sem afhentu Spanos verðlaunin, að því er fram kemur í tilkynningu frá bandaríska sendiráðinu.

„Handhafi verðlaunanna í ár, Timothy Spanos, hefur síðastliðin tíu ár helgað sig því að styrkja viðskipta- og fjármálatengsl Íslands og Bandaríkjanna.  Hann hefur sérhæft sig að samtengja íslenska sjávarútveginn við gagnaðila í Bandaríkjunum og Kanada.  Að auki sat Timothy á stjórn Fulbright stofnunarinnar í átta ár (2005 til 2013), en Fulbright stofnunin vinnur að því að efla samskipti Íslands og Bandaríkjanna á sviði mennta og rannsókna.  Með stjórnarsetu sinni hjá Fulbright stofnuninni hefur hann því haft bein áhrif við að styrkja mennta- og menningartengsl milli landanna.

Bandarískir ríkisborgarar sem hafa áður hlotið partnership verðlaunin eru: 

(2014)Kristján T. Ragnarsson, (2013)Beth Fox, (2011)Bert Hanson, (2008)K-C Tran, (2006)Terry G. Lacey, (2004)William Holm, (2000)Rear Admiral Thomas F. Hall, (1998)Prof. Jesse Byock, (1996)Philip Vogler, (1995)Thor Thors, Jr., (1994)Carol Hendrickson Pazandak, (1994)Bishop Alfred J. Jolson, (1993)Peggy Oliver Helgason, (1992)Barbara Sigurbjörnsson, (1991)Paul Zukofsky, og (1990)Ragnar H. Ragnar,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert