Árni Páll leiðir í Kraganum

Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi.
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, leiðir lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. mbl.is/Styrmir Kári

Árni Páll Árnason mun leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Listi flokksins í Kraganum var birtur í dag og fimm efstu sætin skipa, auk Árna Páls: Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði sem skipar annað sætið, Sema Erla Serdar, stjórnmála- og Evrópufræðingur, er í því þriðja, Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi er í fjórða sæti og Símon Birgisson, dramatúrg er í því fimmta.

Kjördæmisþing Suðvesturkjördæmis og Reykjavíkur ákvað í aðdraganda flokksvals að beita paralista aðferð við uppstillingu á lista. Einnig var samþykkt að í einu þriggja efstu sætanna skuli vera frambjóðandi undir 35 ára aldri. 

Margrét Tryggvadóttir sem náði kjöri í 3. sæti í flokksvalinu en lenti í  5. sæti eftir röðun í samræmi við aldursreglu og kynjakvóta ákvað að að taka ekki sæti á listanum eftir að ljóst var að reglurnar voru ekki látnar gilda í Reykjavík.

Haft er eftir Árna Páli í fréttatilkynningu að á listanum sé „fjölbreyttur hópur sem endurspeglar ólíkan aldur, reynslu og búsetu.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert