Fundust sofandi í sameign

Lögreglu á höfuðborgarsvæðinu barst um hálfsexleytið í morgun tilkynning um að karlmaður væri að sveifla skotvopni í Fossvogi eftir gleðskap næturinnar. 

Við frekari eftirgrennslan lögreglu kom í ljós að þetta átti ekki við rök að styðjast, að því er segir í dagbók lögreglunnar. Húsráðandi hélt engu að síður á hnífi er lögregla kom á vettvang. Maðurinn var yfirbugaður og handtekinn í kjölfarið, en til stendur að yfirheyra hann síðar í dag.

Lögreglu bárust einnig í tvígang nú undir níuleytið í morgun tilkynningar um ógæfumenn höfðu lagst til svefns í sameignum fjölbýlishúsa. Var mönnunum vísað úr sameigninni út í báðum tilfellum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert