Landsþing Viðreisnar hafið í Hörpu

Viðreisn heldur sitt fyrsta landsþing í dag.
Viðreisn heldur sitt fyrsta landsþing í dag. mbl.is/skjáskot

Fyrsta landsþing Viðreisnar hófst í Silfurbergi í Hörpu nú í hádeginu. Dagskráin hefst um 12.30 og verður í upphafi þings lögð fram lög Viðreisnar  til samþykktar.

Þá verður kosið verður um formann, varaformann og stjórn Viðreisnar. 

Helstu stefnumálin verða einnig kynnt á fundinum  frambjóðendurnir Benedikt Jóhannesson, Gylfi Ólafsson, Hanna Katrín Friðriksson, Jón Steindór Valdimarsson, Jóna Sólveig Elínardóttir, Pawel Baroszek, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson flytja stutta ræðu um þau. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert