Heimild til skattaívilnunar bundin við lifandi fólk

Skatturinn vill sitt.
Skatturinn vill sitt. mbl.is/Golli

Yfirskattanefnd hefur hafnað kröfu dánarbús eldri konu um ívilnun í sköttum vegna dvalarkostnaðar.

Nefndin telur hafið yfir allan vafa að ívilnun verði ekki veitt dánarbúi látins manns vegna veikinda hins látna í lifanda lífi. Vísar nefndin þar til tilgangs heimildar um skattaívilnun.

Konan andaðist í desember árið 2014 en átti enga erfingja. Í skattframtali dánarbúsins fyrir það ár var óskað eftir lækkun tekjuskattsstofns vegna veikinda konunnar, en hún hafði verið vistuð á hjúkrunarheimili árið 2014 vegna varanlegs heilsubrests og hafði haft verulegan kostnað af dvölinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert