Stjórnmálamenn „selja“ kjósendum tilfinningar sínar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson með gleðisvip.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson með gleðisvip.

Ólöf Nordal, Sturla Jónsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Þorsteinn Víglundsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sýna mestan gleðisvip í úrtaki íslenskra stjórnmálamanna, en Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, Oddný Harðardóttir, Björt Ólafsdóttir, Kristján Þór Júlíusson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir eru með hlutlausasta svipinn.

Þetta eru niðurstöður úr könnun, sem Inga Minelgaite Snæbjörnsson, nýdoktor við viðskiptafræðideild Háskóla íslands, og Egle Vaiciukynaite, doktorsnemi við KTU-háskólann í Litháen, gerðu á myndum af andlitum 18 stjórnmálamanna. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvaða tilfinningar stjórnmálamennirnir „seldu“ kjósendum með mest notuðu myndunum af sér.

Ólöf Nordal sýnir einna mestan gleðisvip af stjórnmálamönnunum sem voru …
Ólöf Nordal sýnir einna mestan gleðisvip af stjórnmálamönnunum sem voru í úrtakinu.

Sjá má átta mismunandi tilfinningar á andliti fólks: hlutleysi, gleði, undrun, sorg, reiði, ótta, fyrirlitningu og andstyggð. Þegar svipbrigði íslenskra landsliðsmanna í knattspyrnu voru könnuð á myndum með sama hætti fyrr í sumar komu í ljós margskonar tilfinningar, en stjórnmálamennirnir sýndu aðeins hlutleysi, gleði og andstyggð og í raun og veru fyrst og fremst gleði, að sögn Egle.

Örlítið salt bætir

Inga segir að gott sé að sýna ákafa gleði og þeir sem skori hæst í ákveðinni tegund tilfinningar séu líklegastir til að „smita“ kjósendur af sömu tilfinningu. Hins vegar sé ekki nóg að vera bara glaður, því viðkomandi þurfi líka vera trúverðugur. Athyglisvert sé að enginn sýni reiði á myndunum heldur reyni stjórnmálamennirnir að vera glaðir og jákvæðir. Lítil reiðitilfinning með gleðinni geti verið eins og örlítið salt út á súpuna, gert gott betra, því rannsóknir sýni að reiði sé sú tilfinning sem tengist aðgerðum. Með myndunum séu stjórnmálamenn að reyna að „selja“ eitthvað og þá sé ekki gott að sýna aðeins eina tegund af tilfinningu. „Það er gott að vera glaður en það er betra að sýna líka margbreytileika tilfinninga, sem hjálpar til við að mynda ákveðinn karakter eða persónuleika,“ segir hún.

Rannsakendur segja að lítil reiðitilfinning með gleðinni geti verið sem …
Rannsakendur segja að lítil reiðitilfinning með gleðinni geti verið sem örlítið salt út á súpuna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stöllurnar skoðuðu einnig myndir af fimm stjórnmálaleiðtogum í Litháen. Eftir að niðurstöðurnar voru birtar þar í landi lagaði einn þeirra mynd af sér. Þar sýndu stjórnmálamennirnir líka fleiri tegundir af tilfinningum, en það er sannfærandi og nauðsynlegt fyrir leiðtoga, að sögn Egle.

Sinn er siður í hverju landi og þó ákveðin tilfinning virki á einum stað er ekki víst að hún gangi í kjósendur á öðrum stað. Hlutleysi í andlitinu tákni fyrst og fremst að viðkomandi hafi ekki nýtt sér alla möguleika og hafi misst af tækifærinu til þess að fá kjósendur til liðs við sig. „Hlutleysistilfinning getur verið vísvituð ákvörðun,“ segir Inga.

Geta ráðið úrslitum

Inga áréttar að miklu skipti að koma til dyranna eins og hver er klæddur og reyna ekki að sýnast vera eitthvað annað en viðkomandi er. Stefnumál og reynsla skipti mestu í stjórnmálum en hafa beri í huga að myndir af frambjóðendum geta haft áhrif á kjósendur og tilfinningarnar, sem koma fram á myndunum, skipti máli. „Tilfinningar geta jafnvel ráðið úrslitum,“ segir hún og vísar til þess að ekki beri mikið á því að fólk lesi stefnumál forsetaframbjóðendanna í Bandaríkjunum heldur fylgist með svipbrigðum þeirra. Rannsóknir hafi staðfest það.

Sturla Jónsson er einn þeirra stjórnmálamanna í úrtakinu sem þykir …
Sturla Jónsson er einn þeirra stjórnmálamanna í úrtakinu sem þykir oft sýna gleðisvip.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert