Selt meira en Nóbelsskáldið

Arnaldur Indriðason selur vel.
Arnaldur Indriðason selur vel.

„Miðað við þær upplýsingar sem við höfum um sölu á bókum Halldórs Kiljans Laxness er Arnaldur búinn að slá met hans en bækur Halldórs eru hingað til taldar hafa selst í um 10 milljónum eintaka,“ segir Hólmfríður Úa Matthíasdóttir, útgefandi Forlagsins.

Miðað við alla sölu á öllum bókum Arnaldar Indriðasonar eru þær sölutölur komnar vel yfir 12 milljónir eintaka á heimsvísu en bókin Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness er þó enn sú staka bók eftir Íslending sem hefur selst í flestum eintökum erlendis.

Í umfjöllun um þetta mál í Sunnudagsmogganum sem út kom í dag segir Hólmfríður, að í raun sé það þó svo að aldrei verði hægt að segja með hundrað prósent vissu að íslenskir rithöfundar hafi skákað Nóbelsverðlaunaskáldinu því á þeim tíma sem Halldór Laxness hóf sinn rithöfundarferil, og langt fram eftir honum, voru samantektir á sölutölum ekki fullnægjandi.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert